Skemmdur farangur

Þriðjudagur, 8. desember 2015 - 15:45
Íslenska

Eldri borgari frá Ungverjalandi sem flaug með íslensku flugfélagi frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur í varð fyrir því að taskan hans skemmdist í meðförum flugfélagsins. Taskan var úr hörðu plasti og keypt sérstaklega fyrir þessa ferð. Maðurinn varð ekki var við skemmdina fyrr en hann kom á gististað sinn og hafði þá samband við Keflavíkurflugvöll og var sagt að sýna töskuna á leið sinni til baka sem hann gerði. Taskan var þá plöstuð fyrir hann þar sem gat/rifa var á töskunni og var hann beðinn að senda mynd af skemmdum þegar heim kæmi, sem hann og gerði.  Maðurinn fór fram á að fá kaupverð töskunnar, 85 evrur, að fullu bætt. Flugfélagið svaraði loks manninum eftir fjóra og hálfan mánuð og var svarið á þá leið að farið væri fram á bókunarnúmer, kvittun fyrir kaupum á töskunni og staðfestingu frá viðgerðaraðila á því að ekki væri hægt að gera við töskuna. Því miður átti maðurinn ekki kvittun fyrir töskunni og taldi ekki ástæðu til að fá mat viðgerðaraðila þar sem taskan væri úr hörðu plasti og því augljóst af ljósmyndum að ekki væri hægt að gera við hana. Í kjölfarið óskaði maðurinn eftir aðstoð ECC í Ungverjalandi sem sendi málið til ECC á Íslandi. Eftir milligöngu ECC á Íslandi varð flugfélagið við beiðni farþegans og greiddi töskuna að fullu.

ECC Categories: