Skemmdir á bílaleigubíl?

Þriðjudagur, 8. desember 2015 - 15:15
Íslenska

Íslenskur neytandi leigði bíl í Þýskalandi.  Bílnum var skilað án athugasemda frá bílaleigunni en starfsmaður hennar skoðaði bílinn við skilin. Tveimur mánuðum seinna fékk neytandinn bréf frá bílaleigunni þar sem honum var tilkynnt að bíllinn hefði verið skemmdur þegar honum var skilað, um væri að ræða rispu á framstuðara.  Bílaleigan hafði tekið um 70.000 krónur af kreditkorti neytandans fyrir skemmdinni.  Meðfylgjandi bréfinu frá bílaleigunni var reikningur frá verkstæði sem var um 450 km frá þeim stað er hann leigði bílinn.  Engar myndir af skemmdinni voru meðfylgjandi til sönnunar. Neytandinn kannaðist ekki við að hafa valdið umræddum skemmdum og hafði þegar hafnað greiðslunni hjá kreditkortafyrirtæki sínu þegar hann kom með mál sitt til ECC.  ECC-Ísland sendi málið strax til ECC í Þýskalandi og í kjölfarið endurgreiddi bílaleigan upphæðina inn á kreditkort neytandans án athugasemda.

ECC Categories: