Hver á að borga flutningskostað út af viðgerð á gallaðri vöru?

Íslenska
Answer: 

Þegar viðgerð, eða ný afhending, vegna galla fer fram á það að gerast án kostnaðar fyrir neytandann. Það þýðir að sé um sendingarkostnað að ræða þá á seljandinn að greiða hann. Þó er eðlilegt að neytandinn komi sjálfur með vöru í viðgerð ef um stutta vegalengd er að ræða. Þurfi hins vegar að senda vöruna um lengri leið, eða með sendibifreið, þarf neytandinn mögulega að leggja út fyrir kostnaðinum en ætti að krefja seljanda um endurgreiðslu hans. Því er mikilvægt að halda utan um allar nótur vegna flutningskostnaðar. Komi hins vegar í ljós að ekki er um galla að ræða þarf neytandinn sjálfur að borga kostnað vegna flutnings.