Hvað hef ég langan tíma til að kvarta út af gallaðri vöru?

Íslenska
Answer: 

Almennur kvörtunarfrestur, og sá sem er í gildi um mestalla Evrópu, er tvö ár. Það þýðir að ef galli kemur upp innan tveggja ára frá afhendingu hlutar getur neytandinn kvartað vegna galla og borið fyrir sig gallúrræði á borð við þau að krefjast viðgerðar eða nýs hlutar. Á Íslandi er svo í gildi sérstök fimm ára regla sem felur það í að sé söluhlut ætlaður verulega lengri endingartími en almennt gerist (bílar, ísskápar, þvottavélar o.s.frv.) hefur neytandinn fimm ár frá afhendingu til að kvarta. Neytandanum er þó skylt að bera fram kvörtun sína eins fljótt og hægt er, en annars getur hann glatað rétti sínum vegna tómlætis