Hvað á ég að varast ef ég leigi bíl í útlöndum?

Íslenska
Answer: 

Vertu viss um að lesa smáa letrið og tryggingarskilmála vel. Skoðaðu bílinn vel þegar þú tekur við honum og gakktu úr skugga um að allar skemmdir séu merktar inn á þar til gert eyðublað. Láttu svo starfsmann bílaleigunnar yfirfara bílinn við skil hans og kvitta fyrir ástandi hans. Ef bílnum er skilað utan opnunartíma og enginn starfsmaður er tiltækur taktu þá tímasettar myndir af bílnum sem sýna staðsetningu hans og kílómetrastöðu.