Hætt við gistingu vegna veikinda

Þriðjudagur, 8. desember 2015 - 15:45
Íslenska

Breskur ferðamaður átti bókaða gistingu í níu nætur ásamt eiginkonu sinni á íslensku hóteli, en hann bókaði gistinguna í gegnum erlendan aðila. Vegna veikinda gat hann ekki nýtt sér fimm af þeim níu gistinóttum sem hann hafði pantað og greitt fyrir. Í skilmálum hótelsins kom fram að ef gisting væri afbókuð myndi hótelið einungis rukka fyrir eina gistinótt. Ferðamaðurinn leitaði því til ECC-netsins til að fá aðstoð við að fá fjórar gistinætur endurgreiddar. Forsvarsmenn hótelsins tóku vel í erindi ECC og sáu til þess, ásamt erlendu ferðamiðluninni, að maðurinn fékk endurgreiðslu.

ECC Categories: