Of hár viðgerðarkostnaður

Þriðjudagur, 8. desember 2015 - 15:30
Íslenska

Franskur ferðamaður leigði bílaleigubíl á Íslandi.  Við skil á bílnum var sprunga á hægra afturljósi bílsins en bíllinn var yfirfarinn við skilin og maðurinn rukkaður um áætlaðan viðgerðarkostnað að upphæð 57.000 krónur.  Honum fannst kostnaðurinn ósanngjarn og leitaði til ECC-stöðvarinnar í Frakklandi sem sendi málið til ECC á Íslandi sem óskaði eftir reikningi fyrir viðgerðinni frá bílaleigunni. Kom í ljós að viðgerðarkostnaður var í raun ekki nema 37.000 krónur og fékk maðurinn því endurgreiddar kr. 20.000.

ECC Categories: