Finnsk fjölskylda lendir í flugraunum

Þriðjudagur, 8. desember 2015 - 16:00
Íslenska

Fjögurra manna finnsk fjölskylda átti bókað flug frá Halifax til Amsterdam með millilendingu í Keflavík. Flugi þeirra til Keflavíkur seinkaði vegna tæknilegra vandræða og lentu þau tveimur tímum seinna en áætlað var á Keflavíkurflugvelli. Vegna þessara tafa misstu þau af tengiflugi sínu áfram til Amsterdam. Þar sem flugið frá Halifax til Amsterdam var keypt í einni bókun, og þar sem töfin leiddi til þess að þau komu átta tímum seinna til lokaákvörðunarstaðar en áætlað var, krafðist fjölskyldan staðlaðra skaðabóta samkvæmt Evrópureglugerð 261/2004. Fjölskyldan hafði samband við ECC sem sendi í kjölfarið bréf til flugfélagsins sem samþykkti að greiða bætur að upphæð 2.400 evrur, eða 600 evrur vegna hvers farþega.

ECC Categories: