Ferðamaður fær tjón á farangri bætt

Þriðjudagur, 8. desember 2015 - 15:45
Íslenska

Kona frá Lúxemborg ferðaðist til Íslands til að heimsækja ættingja yfir jólin.  Farangrinum hennar seinkaði í 6 daga og þegar hann kom loksins til landsins var taskan og hluti innihaldsins skemmd auk þess sem suma hluti vantaði í farangurinn.  Konan neyddist til að kaupa nýja ferðatösku ásamt lágmarks fatnaði og snyrtivörum til að nota yfir hátíðarnar og fór hún fram að fá kostnaðinn bættan frá flugfélaginu sem hafnaði kröfu hennar. Í kjölfarið leitaði konan til ECC í Lúxemborg sem sendi málið til ECC á Íslandi.  Að lokum samþykkti flugfélagið að bæta konunni tjónið að hluta en enn var ágreiningur um töskuna sjálfa.  Að endingu samþykkti flugfélagið þó að greiða töskuna og fékk því konan að lokum allt tjón sitt bætt.

ECC Categories: