Engin sönnun fyrir skemmdum á bílaleigubíl

Þriðjudagur, 8. desember 2015 - 15:15
Íslenska

Íslenskur neytandi leigði bílaleigubifreið á Spáni. Eftir skil bifreiðarinnar voru dregnar um 216 evrur af kreditkortareikningi hans vegna meintra skemmda. Neytandinn óskaði eftir skýringum svo hann gæti fengið endurgreiðslu frá tryggingarfélagi sínu. Engar skýringar fengust hjá bílaleigunni og leitaði neytandinn því til ECC-netsins. ECC-Ísland og ECC-Spánn gengu í málið og fengust þá skýringar frá bílaleigunni, s.s. mynd af meintri skemmd. Myndin var hins vegar af annarri bifreið en þeirri sem neytandinn hafði leigt og engin sönnunargögn fundust um tjón á bifreið þeirri sem neytandinn leigði. Neytandinn fékk því fulla endurgreiðslu.

ECC Categories: