Biluð flugvél veldur töfum

Þriðjudagur, 8. desember 2015 - 16:00
Íslenska

Íslensk hjón áttu flug frá Tenerife á Spáni til Gatwick-flugvallar í London. Þaðan áttu þau tengiflug áfram til Íslands með öðru flugfélagi. Vegna bilunar í flugvélinni seinkaði flugi hjónanna til Gatwick um sjö klukkutíma og misstu þau því af tengifluginu áfram til Íslands. Þau höfðu þá samband við flugfélagið sem þau flugu með frá Tenerife og kröfðust staðlaðra skaðabóta í samræmi við reglugerð um réttindi flugfarþega, eða 400 evra vegna hvers farþega. Flugfélagið hafnaði kröfu hjónanna, sem höfðu í kjölfarið samband við ECC á Íslandi og óskuðu eftir aðstoð í málinu. ECC á Íslandi sendi málið út til systurstöðvar sinnar í Bretlandi og krafðist þess að flugfélagið greiddi hjónunum skaðabætur. Eftir milligöngu ECC-netsins samþykkti flugfélagið að greiða hjónunum skaðabætur að upphæð 800 evrur samtals líkt og krafist var.

ECC Categories: