Ég er búin að panta hótelherbergi og borga fyrir það. Nú kemst ég ekki í ferðina. Hvað get ég gert?

Íslenska
Answer: 

Rétturinn til að falla frá samningi, þ.e. hætta við kaup á netinu, á ekki við þegar um er að ræða hluti eins og hótelgistingu, flugmiða, eða miða á viðburði eins og tónleika eða leikhús. Í slíkum tilvikum er því afar mikilvægt að kynna sér afbókunarskilmála seljanda vel. Hótel hafa mjög mismunandi reglur um afbókanir, í sumum tilvikum er ókeypis að afbóka allt að einum degi fyrir áætlaðan komutíma, í öðrum tilvikum þarf að borga fyrir eina nótt og í enn öðrum fyrir allan gistitímann. Þá þekkist það líka að mismunandi reglur gildi eftir því hvort um sérstök afsláttartilboð er að ræða eða ekki. Þetta þarf að skoða vel, og sé tvísýnt að maður komist í umrædda ferð, getur verið hagkvæmara að panta herbergi án afbókunargjalds, jafnvel þó það sé eitthvað dýrara.

ECC Categories: