Ég er að fara í ferðalag en það er stutt í að vegabréfið mitt renni út. Er það eitthvað vandamál?

Íslenska
Answer: 

Ef ferðast er utan Evrópu, þarf almennt að hafa gilt vegabréf í 6 mánuði umfram ferðatíma.  Annars geta ferðalangar átt á hættu að vera neitað um far. Gott er að kynna sér fyrir brottför hvort landið sem ferðast á til hefur sett einhver sérstök skilyrði fyrir landgöngu.

Ef ferðast er til Bandaríkjanna þarf gilt vegabréf að gilda í 6 mánuði umfram ferðatíma. Einnig þarf þá að sækja um rafræna ferðaheimild “ESTA”.

Það er á ábyrgð farþegans að sækja um umrædda ferðaheimild og þarf að sækja um hana minnst 72 tímum fyrir brottför. Heimildina þarf að prenta út og hafa með sér í flug. Heimildin gildir í 2 ár þannig að ef ferðast er aftur til Bandaríkjanna innan 2ja ára þarf ekki að sækja um aðra heimild.

ECC Categories: