• Getur ECC-netið hjálpað?

  Hefurðu lent í vandræðum í tengslum við kaup á vöru eða þjónustu af seljanda í öðru Evrópulandi? Veistu ekki hvert á að leita? Við getum hjálpað. 

  Við veitum neytendum ókeypis ráðleggingar og aðstoð vegna viðskipta við erlenda seljendur og reynum að ná sáttum milli aðila. 

  Undanfarin ár hafa um 70.000 erindi á ári að meðaltali borist netinu frá evrópskum neytendum.

 • Hvað er ECC-netið?

  ECC-netið er starfrækt í 30 Evrópulöndum, eða öllum aðildarríkjum Evrópusambandsins auk Íslands og Noregs.  

  Tilgangur netsins er að veita neytendum, sem kaupa vöru eða þjónustu af seljanda í öðru Evrópuríki, upplýsingar, leiðbeiningar og aðstoð komi upp ágreiningur vegna viðskiptanna. 

  Þjónusta ECC-netsins er neytendum að kostnaðarlausu en kostnaður við rekstur stöðvanna skiptist milli Evrópusambandsins og aðildarríkjanna sjálfra.

 • Leitaðu til ECC

  Fimm góðar ástæður fyrir því að hafa samband við ECC í þínu heimalandi:

  1.     Þjónusta ECC-netsins er ókeypis!

  2.     Þú færð faglega ráðgjöf frá reyndu starfsfólki

  3.     ECC-netið býður upp á raunhæfan valkost við úrlausn ágreiningsefna án þess að ráðast þurfi í kostnaðarsamar lögfræðiaðgerðir

  4.     ECC-netið hefur samband við erlenda seljendur þegar ekki gengur að leysa úr ágreiningi

  5.     Gangi ekki að finna lausn á deilumáli með milligöngu ECC-netsins veitir netið leiðbeiningar um hugsanlegt framhald málsins

Málaflokkar

Bílaleiga

Ferðalög

Flugfarþegar

Kaup á netinu

Vörur & þjónusta

Eftirlit & úrræði

Nýjustu fréttir

Opnunartími skrifstofu yfir hátíðirnar...

 

Lokað verður á skrifstofu ECC á Íslandi eftirfarandi daga yfir hátíðirnar

Mánudagurinn 23. desember (Þorláksmessa) – Lokað

Þriðjudagurinn 24. desember (Aðfangadagur) – Lokað

Miðvikudagurinn 25. desember (Jóladagur) – Lokað

Fimmtudagurinn 26. desember (Annar í jólum) – Lokað


Slóvenska flugfélagið Adria gjaldþrota

Í byrjun mánaðarins sótti flugfélagið Adria um gjaldþrotaskipti. Þeir flugfarþegar sem gjaldþrotið hafði áhrif á geta nú sent inn kröfur í þrotabúið

Hvað þarf ég að senda?
Nauðsynlegt er að senda skriflega kröfu í þrotabúið og hún þarf að vera á Slóvensku. Ekki dugar að senda kröfuna í tölvupósti, heldur þarf hún að berast í bréfpósti.

Hvert sendi ég kröfuna?
Þú þarft að senda kröfuna í bréfpósti á eftirfarandi heimilisfang:


Alþjóðadagur neytendaréttar

Þann 15. mars á hverju ári er haldinn alþjóðadagur neytendaréttar (e. World Consumer Rights Day), en í ár er m.a. barist fyrir auknu trausti neytenda á hinum stafræna heimi.


Spurningar & svör

Reglur um gallaðar vörur eru þær sömu, hvort sem vara er seld fullu verði eða á útsölu. Þegar kemur að réttinum til að kvarta vegna galla og krefjast úrbóta eru réttindi neytenda því þau sömu, og seljandi getur ekki „afsakað“ galla með því að vara hafi verið svo ódýr. Hafi verðlækkun hins vegar verið vegna galla og það tekið fram við söluna, að um t.d. verðlækkun vegna útlitsgalla sé að ræða þá er ekki hægt að krefjast úrbóta vegna þess galla síðar meir. Hvað varðar skil á ógölluðum vörum þá er engin skylda á verslun að taka við ógallaðri vöru af því kaupandann langar ekki lengur í hana, heldur gilda um skilarétt reglur sem verslanir setja sér sjálfar. Fyrir kaup er gott að kynna sér reglur verslunarinnar en almenna reglan er sú að verslanir heimila engin skil á útsöluvörum. Sé um netverslun að ræða gilda svo sérstakar reglur um vöruskil, en þegar vara er keypt í gegnum netið hafa neytendur fjórtán daga frá afhendingu til að hætta við kaupin.


Ferðalangar á leið til Evrópulanda ættu að verða sér út um evrópska sjúkratryggingakortið. Kortið er notað ef korthafi veikist eða slasast í öðru landi á EES-svæðinu, og staðfestir rétt til heilbrigðisþjónustu. Hægt er að sækja um kortið rafrænt á vef Sjúkratrygginga Íslands. 


Ef ferðast er utan Evrópu, þarf almennt að hafa gilt vegabréf í 6 mánuði umfram ferðatíma.  Annars geta ferðalangar átt á hættu að vera neitað um far. Gott er að kynna sér fyrir brottför hvort landið sem ferðast á til hefur sett einhver sérstök skilyrði fyrir landgöngu.

Ef ferðast er til Bandaríkjanna þarf gilt vegabréf að gilda í 6 mánuði umfram ferðatíma. Einnig þarf þá að sækja um rafræna ferðaheimild “ESTA”.

Það er á ábyrgð farþegans að sækja um umrædda ferðaheimild og þarf að sækja um hana minnst 72 tímum fyrir brottför. Heimildina þarf að prenta út og hafa með sér í flug. Heimildin gildir í 2 ár þannig að ef ferðast er aftur til Bandaríkjanna innan 2ja ára þarf ekki að sækja um aðra heimild.


Samkvæmt lögum um neytendakaup hefur seljandi tvær tilraunir til þess að bæta úr sama gallanum á vöru. Með þessum tveimur tilraunum getur seljandi annað hvort reynt að gera við vöruna eða afhenda nýja vöru í staðinn. Reyni seljandi tvisvar að gera við vöru án árangurs, eða afhendir tvisvar nýja vöru sem alltaf er gölluð, hefur neytandinn almennt rétt til þess að rifta kaupunum og fá kaupverðið endurgreitt. 


Öðru hvoru  berast erindi frá fólki sem stundar einhvers konar rekstur og hefur keypt vörur til einkanota í gegnum reksturinn. Það er t.d. vinsælt að kaupa tölvur í gegnum fyrirtæki en það sem fólk áttar sig oft ekki á er að sé vara keypt í gegnum rekstur er réttarstaðan ekki sú sama og ef fólk festir persónulega kaup á vörunni. Á þetta getur reynt ef varan reynist gölluð.

Ef einstaklingur kaupir vöru gilda lög um neytendakaup
Þegar einstaklingur kaupir vöru til einkanota falla kaupin undir lög um neytendakaup. Samkvæmt þeim er kvörtunarfrestur vegna galla á vöru aldrei styttri en 2 ár og í sumum tilvikum er kvörtunarfresturinn 5 ár þegar vörunni er ætlaður verulega lengri líftími, eins og á til dæmis við um þvottavélar og ísskápa. Ekki er hægt að semja um styttri kvörtunarfrest þar sem lögin eru ófrávíkjanleg.

Ef fyrirtæki kaupir vöru gilda lög um lausafjárkaup
Kaupi fyrirtæki hins vegar vöru falla þau kaup undir lög um lausafjárkaup. Samkvæmt þeim er kvörtunarfrestur kaupanda umsemjanlegur og oftast er sá tími ekki lengri en eitt ár. Kaupi einstaklingur vöru í gegnum fyrirtæki er hann eðli málins samkvæmt skilgreindur sem fyrirtæki og nýtur því ekki þeirrar neytendaverndar sem neytendum er veittur.  Kaupi fólk vörur til einkanota í gegnum fyrirtæki  getur það afsalað sér dýrmætum rétti. Fólk þarf því að hafa í huga hvernig vara verður notuð áður en hún er keypt. Sé varan ætluð til persónulegra nota getur verið farsælast að neytandinn kaupi hana sjálfur og njóti þannig góðs af neytendavernd laganna. 


Ef ekki gengur að ná fram réttlátri niðurstöðu með því að kvarta við seljanda, og milliganga ECC ber ekki árangur er hægt að leita til úrskurðarnefnda sem þá gefa álit sitt á málinu. Það er ódýrt (í sumum tilvikum ókeypis) og einfalt að leita til slíkra nefnda og mikilvægt fyrir neytendur að fá úrlausn af þessu tagi enda borgar sig sjaldnast í venjulegum neytendaviðskiptum að leita til dómstóla. 


Ef farangurinn er ekki á flugvellinum þegar þú lendir þarf að tilkynna það strax, og fylla út sérstakt eyðublað á flugvellinum.

Ef farangurinn skilar sér svo innan þriggja vikna er aðeins um „töf“ að ræða og eftir að þú færð farangurinn í hendur hefurðu þrjár vikur til að krefja flugfélagið um bætur vegna tjóns sem leiðir af töfinni. Ef farangurinn hins vegar skilar sér en er skemmdur þarf líka að tilkynna um það strax á flugvellinum (þess vegna er mikilvægt að skoða farangur vel áður en flugvöllurinn er yfirgefinn). Í kjölfarið þarf svo að senda bótakröfu til flugfélagsins en frestur til að gera það er aðeins sjö dagar.

Ef farangur skilar sér ekki innan þriggja vikna er litið svo á að hann sé „týndur“ og sama gildir tilkynni flugfélagið þér að farangurinn finnist ekki. Í slíkum tilvikum þarf að tilkynna að farangurinn hafi ekki skilað sér strax á flugvellinum og í kjölfarið þarf að senda flugfélaginu skriflega kröfu um bætur vegna tjónsins. Í öllum tilvikum er þak á bótum vegna tjónsins, að upphæð 1.000 SDR (u.þ.b. 1.060 evrur). Þetta er hámarksupphæðin en ekki tala sem flugfélögin greiða sjálfkrafa, heldur þarf neytandinn að sanna tjónið. Nokkuð misjafnt er milli flugfélaga hvernig bætur eru reiknaðar, hvort byggt er á raunverulegu tjóni eða reiknireglum sem flugfélögin hafa sjálf sett sér.

Til öryggis er bent á að best er að geyma allar kvittanir vegna hluta sem þarf að kaupa ef farangur skilar sér ekki. Þrátt fyrir tjónið verða bæturnar ekki hærri en þessu þaki nemur, telji neytandi sig því vera með sérlega verðmætan farangur þarf að tilkynna flugfélaginu um það sérstaklega.


Ábyrgð og kvörtunarfrestur eru í raun ólíkir hlutir sem ekki ætti að rugla saman. Ekki er heimilt að gefa út ábyrgðaryfirlýsingu nema verið sé að bjóða meira en neytandi á rétt á samkvæmt lögum. Vara, á borð við t.d. dýnu eða eldhúsinnréttingu, getur þannig verið markaðssett og seld með tíu ára ábyrgð, ef til vill aðeins á einstökum hlutum hennar. Neytandi getur kvartað yfir galla á vöru í tvö, eða eftir atvikum fimm, ár frá því hann veitir henni viðtöku, að því gefnu að hann tilkynni um gallann innan hæfilegs tíma og að um galla, en ekki t.a.m. eðlilegt slit, sé að ræða. Ekki er því heimilt að auglýsa ábyrgð á vöru nema í ábyrgðinni felist raunverulega eitthvað meira en neytandinn á lagalegan rétt á. Ef í raun er bara verið að tala um tveggja, eða eftir atvikum fimm ára, kvörtunarfrest vegna galla ætti ekki auglýsa hann sem „ábyrgð“. Kvörtunarfrestur er einfaldlega lögbundinn óháð yfirlýsingum seljanda og verksmiðjuábyrgð, en ekki má semja um að neytandi eigi minni rétt en ráða má af lögunum.


Almennur kvörtunarfrestur, og sá sem er í gildi um mestalla Evrópu, er tvö ár. Það þýðir að ef galli kemur upp innan tveggja ára frá afhendingu hlutar getur neytandinn kvartað vegna galla og borið fyrir sig gallúrræði á borð við þau að krefjast viðgerðar eða nýs hlutar. Á Íslandi er svo í gildi sérstök fimm ára regla sem felur það í að sé söluhlut ætlaður verulega lengri endingartími en almennt gerist (bílar, ísskápar, þvottavélar o.s.frv.) hefur neytandinn fimm ár frá afhendingu til að kvarta. Neytandanum er þó skylt að bera fram kvörtun sína eins fljótt og hægt er, en annars getur hann glatað rétti sínum vegna tómlætis


Þegar viðgerð, eða ný afhending, vegna galla fer fram á það að gerast án kostnaðar fyrir neytandann. Það þýðir að sé um sendingarkostnað að ræða þá á seljandinn að greiða hann. Þó er eðlilegt að neytandinn komi sjálfur með vöru í viðgerð ef um stutta vegalengd er að ræða. Þurfi hins vegar að senda vöruna um lengri leið, eða með sendibifreið, þarf neytandinn mögulega að leggja út fyrir kostnaðinum en ætti að krefja seljanda um endurgreiðslu hans. Því er mikilvægt að halda utan um allar nótur vegna flutningskostnaðar. Komi hins vegar í ljós að ekki er um galla að ræða þarf neytandinn sjálfur að borga kostnað vegna flutnings.


Könnun

Hvar fréttir þú af ECC?

ECC stöðvar